Stal þessu af bloggsíðu sem ég skoða stundum

Jón bóndi í Útnára hafði aldrei verið giftur, en var í gær að fá til sín eina Thælenska úr póstlistanum “Einn með öllu”. Hann veit ekki alveg hvernig hann á að umgangast dömuna og ákveður að hringja í póstlistann, en fyrir slysni ruglast hann á símanúmerum og fær samband við tölvubúðina “Ein með öllu”.
Heyrum nú hvað þeim fór á milli:
Sölumaður (S)
Jón bóndi (J)
RING RING
S: “Ein með öllu” góðan daginn,
J: Já, góðan daginn. Ég fékk hjá ykkkur “Eina” núna um daginn og ég er í helvítis brasi með hana. Ég kann bara ekkert á hana. Ég held að hún sé tælensk…..
S: Neiii…. Það getur ekki verið. Ef þú hefur fengið hana nýlega þá hlýtur hún að vera frá Kóreu. Hvað heitir hún annars?
J: Hún heitir Hí un Dæ, held ég. Hún er allavega með merki framan á sér sem á stendur. Hí un Dæ.
S: Já, Hyundai, það getur passað. En hvaða vandræði eru með hana?
J: Ég er búin að vera að berjast við að reyna að koma henni af stað í allan dag en ekkert gengið.
S: Ertu búinn að taka hana úr umbúðunum?
J: Já, hún stendur hérna alveg “nettó “fyrir framan mig og ég bara veit ekkert hvað ég á að geranæst.
S: Mér finnst nú alltaf best að hafa þær uppi á borði þegar ég nota þær. Annars þreytist maður svo fljótt í bakinu.
J: Jááá þú segir nokkuð. Ég skelli henni þá upp á borð!
S: Gott, svo sestu framan við hana og athugar hvort hún sé orðin heit.
J: Ég er búin að þreifa aðeins á henni og hún er bara sæmilega volg víðast hvar…
S: Hvernig týpa er þetta annars? 486?
J: Tja- 6 og ekki 6…Það sem ég var með í huga var bara svona venjulegt sex allaveganna til að byrja með. Það er aldrei að vita hvað maður gerir svona seinna meir…
S: Þú segir að hún sé orðin volg, já Þá skaltu grípa um músina, og færa hana rólega þangað til að “bendillinn” er kominn þangað sem þú vilt.
J: Grípa um músina? Er það nú ekki svolítið ruddalegt svona rétt á meðan við erum að kynnast?
S: Nei nei. Það er alveg nauðsynlegt að vera liðugur á músina þannig að þú fáir það sem þú vilt.
J: Jæja , það skal þá þannig vera, en heyrðu, það er allt fullt af hárum á músinni !
S: Klikkaðu undir hana og blástu svo á hana. Það ætti að duga. Hvernig er annars minnið í henni?
J: Tja, það hefur nú lítið reynt á það ennþá hún kom nú bara í gær
S: Þú ert náttúrulega með harðan? Er það ekki?
J: Harðan. Jú, og ég er búinn að vera með hann lengi. Loksins er ég búinn að fá eitthvað til að setja hann í!!!
S: Hvað er hann stór?
J: Stór??? Hann er svona í góðu meðallagi! ! ! !
S: O.K. gott, þeim mun stærri því meiru getur þú hlaðið á hann. Segðu mér annað, hvernig drif er á henni?
J: Hvað meinar þú með drif??????
S: Sérðu ekki rifu framan á henni? Það er drif…
J: Já, ég sé smá rifu en ég er vanur að kalla hana allt öðrum nöfnum
S: Já, rifan er til þess að bæta í hana einu og öðru. Þú stingur bara floppinum inn og svo er það bara “run” og “enter”.
J: Run? Þarf það???? Ég er nú ekki með það stórt herbergi að ég geti verið að hlaupa mikið en ENTER það get ég! ! !
S: Svo veistu að þú getur tekið pásu hvenær sem er því að sá harði geymir allt saman eins lengi og þú vilt, nema náttúrulega að hún krassi á þig !!!
J: Krassi á mig? Eiga þær það til líka? Ég get nú bara ekki hugsað þá hugsun til enda.
S: Ef hún krassar þá getur sá harði skemmst.
J: Það hlítur að vera ósköp sárt! ! ! ! !
S: Enn hvað ætlar þú að gera við hana? Í hvað ætlar þú að nota hana?
J: Ég var nú aðallega að hugsa um að leika mér að henni meðan ég er að kynnast henni. Svo fer ég að nota hana í eitt og annað nytsamlegt.
S: Það er upplagt að láta hana sjá um bókhaldið. Það er um að gera að nýta möguleika hennar á öllum sviðum eins og maður getur.
J: Segðu mér eitt, er ekki óhætt að treysta þeim?
S: Jú, jú, þær eru nokkuð öruggar.
J: Hvað finnst þér um hana? Heldur þú að hún sé ekki bara nokkuð góð? Hún Hí un Dæ???
S: Jú, ég er búinn að skoða þær margar, og þessi er örugglega þrælgóð. Þú þarft náttúruleg að vita að þær úreldast fljótt. Þú kemur bara með hana niðureftir og uppfærir í eina nýja. Við tökum þá gömlu uppí! ! !
J: Það er ekki að spyrja að því. Toppþjónusta sem þið veitið…..
S: Já, við leggjum okkur fram við að veita kúnnanum góða þjónustu. Margir skipta á svona tveggja ára fresti…
J: Heyrðu, ég þakka þér bara kærlega fyrir hjálpina. Nú er ég tilbúinn til þess að hjóla í hana….
S: Gott hjá þér, og ef þú lendir í frekari vandræðum þá skal ég koma á staðinn og hjálpa þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 hehe - gleymdist að spyrja á hvaða takka eigi að ýta til að hún komist  í gang....heheh mikið atriði....

Pálina (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Brynja Lúthersdóttir
Brynja Lúthersdóttir
'Eg heiti Brynja og er 26 ára eiginkona og mamma  Eiginmaður minn heitir Davíð Örn og við eigum þrjú börn Önnu Lísu, Högna Snæ og Bryndísi Birnir.

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • sáttur með eggið sitt
  • Sæta barn
  • Páskafjör
  • fallegust í heimi
  • Sterki maðurinn minn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 360

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband