26.3.2008 | 12:00
Gvuð....
..hvað mér leiðist 'Eg er í bókstaflegri merkingu að gefast upp á lífinu, er með hræðilegar áhyggjur af öllu og ég veit ekki hvernig ég á að koma mér uppúr þessu, ég nenni ekki neinu og langar helst að leggjast undir sæng og helst ekki hreyfa mig þaðan'Eg er svo langt niðri, finnst ég vera ofan í djúpri holu og ég sé ekki einu sinni upp úr henni, ekki smá ljósglætu, þetta er ömurlegtÞað hefur samt ekkert komið uppá eða neitt þannig, bara þessar áhyggjur eru of þungar og mér finnst ég vera sökkva mjög langt niður 'Eg veit t.d ekki hvernig við förum að því að lifa næstu mánuði, Davíð vinnur svo lítið að það eru engir aurar til, veit ekki hvernig ég á að ráða við börnin mín þau eru alveg kolvitlaus þessa dagana, ég veit ekki hvernig ég á að geta farið til Noregs, því ekki eru til aurarnir, ég veit ekki hvernig ég á að geta verið í Hvíta bandinu, því ekki er auðvelt að fá pössun, ég á ekkert eftir til að gefa hjónabandinu og mér finnst við vera að vaxa frá hvort öðru og ég veit ekki hvort að það sé í alvöru eða hvort það sé þunglyndið mitt sem er á milli okkar, ég veit ekki hvernig ég á að höndla lífið, því það er of erfitt og svo finnst mér ég svo eigingjörn að hugsa svona því við höfum það gott miðað við marga, við eigum þak yfir höfuðið,heilbrigð börn, nóg að borða og hvort annað þó það sé smá leiði en hugur minn vill hugsa um allt hitt sem er að hrjá okkur, ég get ekki hugsað um björtu hliðarnar, allavega ekki núnaog nú er ég örugglega búin að fæla þessar fáu hræður frá eða þær orðnar þunglyndar svo ég ætla að hætta núna.
Tenglar
hetjuhornið
myndasíðan okkar
vinir og vandamenn
Börnin
Áhugavert
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og ég gefst alldré upp á þér né systrum þínum. lífið er ekki dans á rósum sagði hún amma þín alltaf.
anna lísa salomonsd (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:26
Ó ó.... þetta var erfitt að lesa, en gott samt að þú lokir þetta ekki inni í þér, það er alltaf vont að detta í holuna,, en vertu viss þú kemst uppúr henni fljótlega, sérstaklega þegar þú gerir þér grein fyrir að þú sért i holu. Brynja, þú ert algjörlega frábær manneskja og mátt alveg klappa þér á bakið, það rætist úr þessu öllu. Ekki hika við að leita til mín, ef ég gæti gert eitthvað til að létta á, sent krakkana yfir eða eitthvað, bara nefna það. Æji...maður vildi geta gert eitthvað, þú og Davíð eruð bestu nágrannar sem ég hef haft og hafið reynst mér og minum krökkum rosalega vel, og þótt ég sé eldri, þá lít ég mikið upp til ykkar beggja því mér finnst þið frábærir karakterar, og dáist oft af ykkur og krökkunum. Vonandi gengur holudæmið fljótt fyrir sig, erfitt að sjá akkúrat núna, en vittu til, það birtir upp!
Pálína (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.