14.2.2008 | 23:34
Halló Halló
Ég var orðin leið á hinnu blogginu okkar hjóna, alltaf eitthvað vesen á því svo ég ákvað að prófa moggabloggið.
Loksins koma einhverjar fréttir á bænum, ekki góðar fréttir samt. Í fyrsta skipti á ævinni var ég að lenda í umferðaróhappi og þar að auki á nýju smárútunni minni , það var kerlingarb.......a sem keyrði á mig og ég fór næstum að gráta að hún skildi keyra á nýja bílinn minn en allavega held ég að ég var í rétti því ég var að beygja úr hringtorgi úr innri hring þegar hún kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum á ytri hringnum og beint á smárútuna mína. En það slasaðist enginn og bíllinn ekki ónýtur sést varla á honum, smá beygla og hjólkobburinn brotinn því kerlingarb......an var á dótabíl(yaris)miðað við smárútuna og hún keyrði beint á dekkið mitt. Ekki meira um það, ég klára námskeiðið á morgun og er skráð strax á annað námskeið í meira bókhaldi, veit samt ekki hvað ég næ að blikka hana Önnu mína mikið, hún er alveg búin að redda mér svo ég geti verið á þessu skólabrölti. Skólinn er nefnilega á versta tíma frá hálf þrjú til hálf fimm og einmit á þessum tíma er maður annsi upptekinn að sinna börnunum, svo ég þarf alltaf að redda einhverjum að sækja Högna, Anna Lísa þarf að vera ein heima og Bryndís í pössun og það er bara alls ekkert auðveldast í heimi að redda þessu.Það er allavega ein góð frétt, ég er loksins búin að selja Grænu skjaldbökuna(opelinn) fer á morgun niðri Lýsingu að skrifa undir það og þá er ég laus við hann.
Nóg skrifað í bili svo bless og keyrið varlega.
Tenglar
hetjuhornið
myndasíðan okkar
vinir og vandamenn
Börnin
Áhugavert
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.