Færsluflokkur: Bloggar

Stal þessu af bloggsíðu sem ég skoða stundum

Jón bóndi í Útnára hafði aldrei verið giftur, en var í gær að fá til sín eina Thælenska úr póstlistanum “Einn með öllu”. Hann veit ekki alveg hvernig hann á að umgangast dömuna og ákveður að hringja í póstlistann, en fyrir slysni ruglast hann á símanúmerum og fær samband við tölvubúðina “Ein með öllu”.
Heyrum nú hvað þeim fór á milli:
Sölumaður (S)
Jón bóndi (J)
RING RING
S: “Ein með öllu” góðan daginn,
J: Já, góðan daginn. Ég fékk hjá ykkkur “Eina” núna um daginn og ég er í helvítis brasi með hana. Ég kann bara ekkert á hana. Ég held að hún sé tælensk…..
S: Neiii…. Það getur ekki verið. Ef þú hefur fengið hana nýlega þá hlýtur hún að vera frá Kóreu. Hvað heitir hún annars?
J: Hún heitir Hí un Dæ, held ég. Hún er allavega með merki framan á sér sem á stendur. Hí un Dæ.
S: Já, Hyundai, það getur passað. En hvaða vandræði eru með hana?
J: Ég er búin að vera að berjast við að reyna að koma henni af stað í allan dag en ekkert gengið.
S: Ertu búinn að taka hana úr umbúðunum?
J: Já, hún stendur hérna alveg “nettó “fyrir framan mig og ég bara veit ekkert hvað ég á að geranæst.
S: Mér finnst nú alltaf best að hafa þær uppi á borði þegar ég nota þær. Annars þreytist maður svo fljótt í bakinu.
J: Jááá þú segir nokkuð. Ég skelli henni þá upp á borð!
S: Gott, svo sestu framan við hana og athugar hvort hún sé orðin heit.
J: Ég er búin að þreifa aðeins á henni og hún er bara sæmilega volg víðast hvar…
S: Hvernig týpa er þetta annars? 486?
J: Tja- 6 og ekki 6…Það sem ég var með í huga var bara svona venjulegt sex allaveganna til að byrja með. Það er aldrei að vita hvað maður gerir svona seinna meir…
S: Þú segir að hún sé orðin volg, já Þá skaltu grípa um músina, og færa hana rólega þangað til að “bendillinn” er kominn þangað sem þú vilt.
J: Grípa um músina? Er það nú ekki svolítið ruddalegt svona rétt á meðan við erum að kynnast?
S: Nei nei. Það er alveg nauðsynlegt að vera liðugur á músina þannig að þú fáir það sem þú vilt.
J: Jæja , það skal þá þannig vera, en heyrðu, það er allt fullt af hárum á músinni !
S: Klikkaðu undir hana og blástu svo á hana. Það ætti að duga. Hvernig er annars minnið í henni?
J: Tja, það hefur nú lítið reynt á það ennþá hún kom nú bara í gær
S: Þú ert náttúrulega með harðan? Er það ekki?
J: Harðan. Jú, og ég er búinn að vera með hann lengi. Loksins er ég búinn að fá eitthvað til að setja hann í!!!
S: Hvað er hann stór?
J: Stór??? Hann er svona í góðu meðallagi! ! ! !
S: O.K. gott, þeim mun stærri því meiru getur þú hlaðið á hann. Segðu mér annað, hvernig drif er á henni?
J: Hvað meinar þú með drif??????
S: Sérðu ekki rifu framan á henni? Það er drif…
J: Já, ég sé smá rifu en ég er vanur að kalla hana allt öðrum nöfnum
S: Já, rifan er til þess að bæta í hana einu og öðru. Þú stingur bara floppinum inn og svo er það bara “run” og “enter”.
J: Run? Þarf það???? Ég er nú ekki með það stórt herbergi að ég geti verið að hlaupa mikið en ENTER það get ég! ! !
S: Svo veistu að þú getur tekið pásu hvenær sem er því að sá harði geymir allt saman eins lengi og þú vilt, nema náttúrulega að hún krassi á þig !!!
J: Krassi á mig? Eiga þær það til líka? Ég get nú bara ekki hugsað þá hugsun til enda.
S: Ef hún krassar þá getur sá harði skemmst.
J: Það hlítur að vera ósköp sárt! ! ! ! !
S: Enn hvað ætlar þú að gera við hana? Í hvað ætlar þú að nota hana?
J: Ég var nú aðallega að hugsa um að leika mér að henni meðan ég er að kynnast henni. Svo fer ég að nota hana í eitt og annað nytsamlegt.
S: Það er upplagt að láta hana sjá um bókhaldið. Það er um að gera að nýta möguleika hennar á öllum sviðum eins og maður getur.
J: Segðu mér eitt, er ekki óhætt að treysta þeim?
S: Jú, jú, þær eru nokkuð öruggar.
J: Hvað finnst þér um hana? Heldur þú að hún sé ekki bara nokkuð góð? Hún Hí un Dæ???
S: Jú, ég er búinn að skoða þær margar, og þessi er örugglega þrælgóð. Þú þarft náttúruleg að vita að þær úreldast fljótt. Þú kemur bara með hana niðureftir og uppfærir í eina nýja. Við tökum þá gömlu uppí! ! !
J: Það er ekki að spyrja að því. Toppþjónusta sem þið veitið…..
S: Já, við leggjum okkur fram við að veita kúnnanum góða þjónustu. Margir skipta á svona tveggja ára fresti…
J: Heyrðu, ég þakka þér bara kærlega fyrir hjálpina. Nú er ég tilbúinn til þess að hjóla í hana….
S: Gott hjá þér, og ef þú lendir í frekari vandræðum þá skal ég koma á staðinn og hjálpa þér.


Karlar um konur

Þegar konum verður mikið niðri fyrir og tala hátt í nöldurtón við
     eiginmenn sína, þá kemur ákveðinn eiginleiki hjá karlmönnum í ljós.

     Þeir hætta að heyra!... nema kannski stöku orð og þá brenglast

     gjarnan skilboðin sem konurnar eru að koma á framfæri.

 
     Þegar konan segir:

 
     "Íbúðin er öll í drasli! Komdu! Við verðum að taka til, Þú og ég!

     Draslið þitt er liggjandi á gólfinu og þú hefur engin föt til að

     fara í ef við setjum ekki í vél strax!"

 
     Þá heyrir karlmaðurinn:

 
 
     blah,blah,blah,blah, KOMDU!

 
     blah,blah,blah,blah, ÞÚ OG ÉG

 
     blah, blah,blah,blah, LIGGJANDI Á GÓLFINU

 
     blah,blah,blah,blah, ENGIN FÖT

 
     blah,blah,blah,blah, STRAX!



Gvuð....

..hvað mér leiðistFrown 'Eg er í bókstaflegri merkingu að gefast upp á lífinu, er með hræðilegar áhyggjur af öllu og ég veit ekki hvernig ég á að koma mér uppúr þessu, ég nenni ekki neinu og langar helst að leggjast undir sæng og helst ekki hreyfa mig þaðanFrown'Eg er svo langt niðri, finnst ég vera ofan í djúpri holu og ég sé ekki einu sinni upp úr henni, ekki smá ljósglætu, þetta er ömurlegtFrownÞað hefur samt ekkert komið uppá eða neitt þannig, bara þessar áhyggjur eru of þungar og mér finnst ég vera sökkva mjög langt niðurFrown 'Eg veit t.d ekki hvernig við förum að því að lifa næstu mánuði, Davíð vinnur svo lítið að það eru engir aurar til, veit ekki hvernig ég á að ráða við börnin mín þau eru alveg kolvitlaus þessa dagana, ég veit ekki hvernig ég á að geta farið til Noregs, því ekki eru til aurarnir, ég veit ekki hvernig ég á að geta verið í Hvíta bandinu, því ekki er auðvelt að fá pössun, ég á ekkert eftir til að gefa hjónabandinu og mér finnst við vera að vaxa frá hvort öðru og ég veit ekki hvort að það sé í alvöru eða hvort það sé þunglyndið mitt sem er  á milli okkar, ég veit ekki hvernig ég á að höndla lífið, því það er of erfitt og svo finnst mér ég svo eigingjörn að hugsa svona því við höfum það gott miðað við marga, við eigum þak yfir höfuðið,heilbrigð börn, nóg að borða og hvort annað þó það sé smá leiði en hugur minn vill hugsa um allt hitt sem er að hrjá okkur, ég get ekki hugsað um björtu hliðarnar, allavega ekki núnaFrownog nú er ég örugglega búin að fæla þessar fáu hræður frá eða þær orðnar þunglyndar svo ég ætla að hætta núna.

Engar fréttir......

......góðar fréttirTounge

'Eg og dætur mínar keyrðum afa þeirra í sveitina í morgun því burrinn hans er á verkstæði og var það bara ágætis bíltúr og það er það eina sem við erum búin að gera í dagWoundering við höfum annars bara hangið heima í dag og gert ekki neitt.

Páskarnir voru bara huggulegir, mikil hvíld og mikið étið og eru allir afvelta af átiWink 

Þá hef ég eiginlega ekki meira að segja og mun örugglega ekki neitt að segja næstu dagaBlush

 


hauskúpumál

Eigum við eitthvað að ræða þetta að hafa hauskúpu(í þokkabót manna)sem stofudjásn í sumarhúsinu sínu(hjólhýsinu) mér finnst það allavega svolítið krípí og hvaða dýr ætli hann hafi séð úr hauskúpunni, væri til í að vita þaðSmile

Ekkert að frétta héðan nema nú verður sko tekið á því og allir settir í megrun, við erum öll búin að borða yfir okkur af páskaeggjum og samt er heilt egg eftir, sem betur fer eru páskarnir bara einu sinni á áriLoL

Nú bíðum við bara eftir því að komast til Noregs í afslöppun, förum núna 10 april og ég get ekki beðið, er orðin frekar spenntTounge

Anna Lísa mín er loksins komin heim svo ég ætla að fara að kyssa hana og knúsaInLovebless


nenni ekki að skrifa


Djamm djamm

Held sveimér þá að ég sé að fara að skralla þriðju helgina í röð, okkur hjónunum langar að kikja eitthvað út svona bara til að komast frá heimilinu og hitta fullorðið fólk( svona til tilbreytingar )erum að hugsa um að hitta frænku mína og hennar mann og kikja svo í bæin kannski ( það er að segja ef pössunin bregst ekki ) vona ekki, þá kemur þunglyndisfærsla hér í kvöldWink

Krakkarnir eru loksins orðnir hressir eða svona langleiðina, fórum í fyrsta skiptið út í morgun í heila vikuWounderingfórum á sparkæfingu hjá Högna mínum og keyptum svo bakkelsi og fórum í kaffi til Höllu systir og töltum svo heim, voða var gott að komast aðeins útLoL

Bless og góða helgi


Meðalhitinn á heimilinu er 39°

Högni Snær og Bryndís eru bæði lasin, með bullandi hita, hálsbólgu og heilan helling af hori og ég að verða biluð að hanga heima, nú er ég næstum búin að vera heima í tvær vikur og hef misst af Hvíta bandinu og námskeiðinu og það er ömurlegtFrownætli ég og Davíð liggjum ekki í næstu viku, vona samt ekki(ÞÁ ÞYRFTI AÐ LEGGJA MIG INN Á KLEPP) Ég er farin að þrá að komast út og tala við fullorðið fólk, þó það sé líka gaman að tala við grísina mína, þá er það svolítið einhæft að ræða við 8,5 og 1 árs gömul börnTounge

Nú er ég búin að skrifa um veikindin og er það eina sem er að frétta af þessum bæ, ætli maður haldi ekki áfram að horfa á Tomma og Jenna og Stubbana til skiptisWounderingef þið eruð ekki mjög pestahrædd og eldri en 15 ára eruð þið velkomin í kaffi til að bjarga geðheilsunni minni, á alltaf heitt á könnuniSmile bless í bili


Mér líður........

.......eins og gamalli konuWinkég geri ekkert annað en að hafa áhyggjur af lífinu og það er hræðilega lýjandi. 'Eg hef meira að segja áhyggjur af einhverju sem hefur ekki enn skeð og mun örugglega ekki ske. 'Eg vil ekki hljóma vanþákklát fyrir lífið en mig langar svo að geta fundist ég 26 ára en ekki eldgömul húsmóðir sem er bundin við vaskinnCrying Mér finnst allavega lífið bara eitthvað erfitt þessa dagana, mig langar að gera svo margt og mikið en ég hef ekki orkuna eða hreinlega viljan í að koma mér út úr íbúðinni eða bara taka til eða sinna börnunum eða nokkuð annað svo ef ég bregð mér af bæ eins og seinustu helgi fæ ég svo mikin móral að það er ekki eðlilegt að skilja Davíð einan eftir með börnin út af því að enga pössun er að fá, samt finnst mér hann alveg geta verið heima með börnunum sínum alveg eins og ég er heima þegar hann bregður sér af bæUndecided þetta er nú orðin meiri romsan, átti ekki að vera svona löng, mér líkar bara ekki lífið þessa dagana og er að hugsa um að vera bara í fýluFrown

Annars er Bibban mín enn lasin og svaka pirruðBlush

bless


Mánudagur til mæðu

En hvað mér leiðast mánudagar, aldrei hægt að gera neitt á mánudögum nema taka til og þvo þvott og þessi hundleiðinlegu húsverkDevil ég yrði hamingjusamasta konan í öllum heiminum ef ég myndi aldei aftur sjá óhreinan þvott GetLost en ég valdi það sjálf að eiga þessi börn mín(öll fjögur)svo það þýðir ekkert að kvartaWink

'Eg var að lesa moggan í dag og þar er verið að tala um að þeir sem tóku lán á góðum kjörum fyrir nokkrum árum, yrðu í djúpum s...t árið 2009, ég var ein af þessum sem tók lán á þessum vöxtum og ég verð bara að vona að fólkið sem stjórnar landinu okkar muni redda þessu því ég hef ekkert val um neitt annað nema bara að borga, hvort sem vextirnir eru 4.15 eða 10% vextir svo ég vona bara að þessir stóru karlar grípi í taumana svo við lendum ekki í haughúsinuCryingég vona allavega það besta fyrir mig og alla hina sem tóku þessi góðu lán fyrir nokkrum árum.

Ætli maður þurfi ekki að fara að taka eitthvað meira til og þvo meiri þvottDevil bless og ég skrifa næst ef ég hreinlega verð ekki dauð úr leiðindum við þessa tiltektWink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Brynja Lúthersdóttir
Brynja Lúthersdóttir
'Eg heiti Brynja og er 26 ára eiginkona og mamma  Eiginmaður minn heitir Davíð Örn og við eigum þrjú börn Önnu Lísu, Högna Snæ og Bryndísi Birnir.

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • sáttur með eggið sitt
  • Sæta barn
  • Páskafjör
  • fallegust í heimi
  • Sterki maðurinn minn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband